Jákvæðni í garð verkalýðsfélaga

Það birtist merkileg skýrsla frá Alþjóðabankanum fyrir nokkrum misserum. Þar var því haldið fram að hagkerfi hagnist betur ef vinnuaflið sé skráð í verkalýðsfélög. Skýrslan bendir á að þau lönd þar sem margir eru skráðir í verkalýðsfélög er lægri verðbólga, lægra atvinnuleysi, meiri framleiðni og fljótari aðlögun að öllum hreyfingum hagkerfa. Þátttaka í verkalýðsfélögum minnkar líka launamun milli karla og kvenna, svo og milli menntaðra og ómenntaðra. Þetta er nú í fyrsta sinn sem Alþjóðabankinn er svo jákvæður í garð verkalýðsfélaga. Þetta eru niðurstöður sem verkalýðfélög eiga að nýta sér til eflingar og innri skoðunar. Verkalýðurinn á Íslandi sannaði mikilvægi verkalýðsfélaga fyrir rúmum einum og hálfum áratug með þjóðarsáttinni, með því að taka á sig launaskerðingu sem stöðvaði óðaverðbólgu sem þá geisaði í landinu. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn sem stöðvuðu verðbólguna þó að þeir reyni að eigna sér heiðurinn.

Reglubundnir samningar milli stjórnvalda, aðila á vinnumarkaði þ.e. atvinnurekanda og frjálsra félagasamtaka eins og VM, verða að vera stöðugt í gangi um efnahagsmál og félagsmál, svona nokkurskonar þjóðarsáttarmál. Síðan þjóðarsáttin var gerð á Íslandi hefur verið virkt samstarf aðila á ýmsum sviðum þjóðlífsins og hefur orðið öllum til gagns. Það er því mikilvægt fyrir félag eins og VM að vera í góðu sambandi við stjórnvöld á öllu tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valgeir Ómar Jónsson
Valgeir Ómar Jónsson

Ég býð mig fram til formanns í félagi okkar VM félagi vélstjóra og málmtækni- manna. Ég læt liggja fyrir á síðunni ferilskrá (sjá hér) svo að menn geti séð hvað á mína daga hefur drifið.

Ég lít á okkar félag fyrst og fremst sem þjónustufélag og verði ég kjörin þá lít ég á mig sem ykkar þjónn. Ég vil að félagarnir geti haft samband við mig með öll sín mál, hvað sem ykkur liggur á hjarta. Ég mun hlusta. Þessi bloggsíða á að veita ykkur pláss til að koma með þær tillögur, hugmyndir og gagnrýni sem á ykkur liggja.

Netfang: omar@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband