Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Framboðsgjörningur

Föstudaginn 23ja nóvember sl. hringdi varaformaður VM (Félaga Vélstjóra og Málmtæknimanna) til mín. Erindi hans var að biðja mig að draga framboð mitt til formanns VM til baka. Hann sagði mér að hann og formaður væru búnir finna kandídat til að fara í framboðið, en þeir vildu ekki bjóða hann fram nema að við fjórir sem erum þegar búnir að tilkynna okkar framboð drægjum þau til baka.

Ég varð mjög undrandi þegar ég heyrði þessar hugmyndir. Þeir ætluðu sem sagt að koma að kandídat sem þeim hugnaðist, og væri einn í framboði. Félagsmenn áttu bara að kokgleypa þennan gjörning formanns og varaformanns. Þeirra hugmynd er kannski sú að þeir gætu þá verið með puttanna í félaginu, þó svo að þeir væru sestir í helgan stein. Útskýringin sem ég fékk, var að sameining Félags Járniðnaðarmanna og Vélstjórafélagsins væri nýgerð og það gæti komið upp meiri ágreiningur meðal félagsmanna ef einhver okkar fjórmenninganna væri kosinn. Skilaboð formanns og varaformanns hljóta því að vera þau að félagsmenn séu það vitgrannir að þeir geti ekki unnið sem ein heild.

Þetta er móðgun við okkur frambjóðendur, að ég tali nú ekki um félagsmenn. Þeir vilja að félagsmenn fái nýja stjórn, varastjórn, kjörnefnd og formann án þessa að fá að kjósa. Það er eins og að félagsmönnum komi bara ekki við hverjir verða í forustu fyrir félagið, að mati núverandi formanns og varaformanns.

Ég vil ekki halda þessari ráðagerð leyndri eins og ég var beðinn um. Svona gjörningur á að vera uppi á yfirborðinu. Ef þetta er raunverulega skoðun þeirra þá hefðu þeir ekki átt að vinna að sameiningu þessara félaga. Mín skoðun er sú að formaður og stjórn eigi að vinna fyrir opnum tjöldum og að því markmiði að sameina félögin og ekki draga taum annars hvors eldra félagsins. Því fyrr sem félagsmenn gera sér grein fyrir því að hagsmunum þeirra er best borgið með því að allir vinni saman, því betra. Það var hugsun mín og þess vegna studdi ég sameininguna.


Jákvæðni í garð verkalýðsfélaga

Það birtist merkileg skýrsla frá Alþjóðabankanum fyrir nokkrum misserum. Þar var því haldið fram að hagkerfi hagnist betur ef vinnuaflið sé skráð í verkalýðsfélög. Skýrslan bendir á að þau lönd þar sem margir eru skráðir í verkalýðsfélög er lægri verðbólga, lægra atvinnuleysi, meiri framleiðni og fljótari aðlögun að öllum hreyfingum hagkerfa. Þátttaka í verkalýðsfélögum minnkar líka launamun milli karla og kvenna, svo og milli menntaðra og ómenntaðra. Þetta er nú í fyrsta sinn sem Alþjóðabankinn er svo jákvæður í garð verkalýðsfélaga. Þetta eru niðurstöður sem verkalýðfélög eiga að nýta sér til eflingar og innri skoðunar. Verkalýðurinn á Íslandi sannaði mikilvægi verkalýðsfélaga fyrir rúmum einum og hálfum áratug með þjóðarsáttinni, með því að taka á sig launaskerðingu sem stöðvaði óðaverðbólgu sem þá geisaði í landinu. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn sem stöðvuðu verðbólguna þó að þeir reyni að eigna sér heiðurinn.

Reglubundnir samningar milli stjórnvalda, aðila á vinnumarkaði þ.e. atvinnurekanda og frjálsra félagasamtaka eins og VM, verða að vera stöðugt í gangi um efnahagsmál og félagsmál, svona nokkurskonar þjóðarsáttarmál. Síðan þjóðarsáttin var gerð á Íslandi hefur verið virkt samstarf aðila á ýmsum sviðum þjóðlífsins og hefur orðið öllum til gagns. Það er því mikilvægt fyrir félag eins og VM að vera í góðu sambandi við stjórnvöld á öllu tímum.


Höfundur

Valgeir Ómar Jónsson
Valgeir Ómar Jónsson

Ég býð mig fram til formanns í félagi okkar VM félagi vélstjóra og málmtækni- manna. Ég læt liggja fyrir á síðunni ferilskrá (sjá hér) svo að menn geti séð hvað á mína daga hefur drifið.

Ég lít á okkar félag fyrst og fremst sem þjónustufélag og verði ég kjörin þá lít ég á mig sem ykkar þjónn. Ég vil að félagarnir geti haft samband við mig með öll sín mál, hvað sem ykkur liggur á hjarta. Ég mun hlusta. Þessi bloggsíða á að veita ykkur pláss til að koma með þær tillögur, hugmyndir og gagnrýni sem á ykkur liggja.

Netfang: omar@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband