Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna

Friðrik Jón framkvæmdastóri LÍÚ fékk heldur leiðinlegar fréttir núna eftir áramótin, þegar mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir að kvótakerfið mismunaði mönnum. Hann heldur því reyndar réttilega fram að Íslandi þurfi ekki að fara eftir þessum niðurstöðum nefndarinnar, en til hvers eiga Íslendingar að vera í alþjóðasamstarfi ef við eigum ekki að hlíta þeirra niðurstöðum. Við höfum um sex mánuði til að fara yfir þessi plögg, svo að hann getur verið rólegur þetta kvótatímabilið. Á heimasíðu LÍÚ segir: „Mannréttindanefnd alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (CCPR), starfar á grundvelli alþjóðasamnings um borgaralega og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 sem veitir einstaklingum möguleika á að kæra brot aðildarríkis á ákvæðum samningsins.  Íslenska ríkið hefur samþykkt þessa kæruleið á hendur sér með valfrjálsri bókun frá 1979”.  Ef þessi leið er fær til að útkljá mál, af hverju þarf ekki að fara eftir úrskurðinum? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, sagði þó að þessi dómur væri alvarlegt mál og það bæri að fara vel yfir hann. Það sem LÍÚ og sjávarútvegsráðherra telja vera helstu ágallana er að skaðbæturnar eru ekki tölusettar, svo ekki er hægt að sópa þessu máli umræðulaust undir teppi, því nú verða menn að fara semja um skaðabætur fyrir opnum tjöldum. Það alvarlegasta sem upp gæti komið að semja þyrfti eina ferðina ný lög um sjávarútveg. Er ekki lag núna einmitt að sækja um aðild að Evrópusambandinu, það leysir alla kvótaumræðuna og um leið fá bankarnir sína Evru og skuldir heimilanna lækka til muna. Það yrði besta kjarabótin.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valgeir Ómar Jónsson
Valgeir Ómar Jónsson

Ég býð mig fram til formanns í félagi okkar VM félagi vélstjóra og málmtækni- manna. Ég læt liggja fyrir á síðunni ferilskrá (sjá hér) svo að menn geti séð hvað á mína daga hefur drifið.

Ég lít á okkar félag fyrst og fremst sem þjónustufélag og verði ég kjörin þá lít ég á mig sem ykkar þjónn. Ég vil að félagarnir geti haft samband við mig með öll sín mál, hvað sem ykkur liggur á hjarta. Ég mun hlusta. Þessi bloggsíða á að veita ykkur pláss til að koma með þær tillögur, hugmyndir og gagnrýni sem á ykkur liggja.

Netfang: omar@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband