Félagsfundir VM með sjómönnum

Ég hef verið núna á tveimur félagsfundum með sjómönnum, þennan í Reykjavík og á föstudaginn á Akureyri. Þetta voru hinir bestu fundir, hefðu þó mátt vera betur sóttir. Það sem brennur helst á mönnum eru mönnunarmálin um borð í íslenskum fiskiskipum. Sá sem hefur hvað mest sinnt þessum málum fyrir okkar hönd í gegnum árinn, Helgi Laxdal, var ekki á fundinum. Helgi hefur verið í þessum málum í yfir 25 ár, situr í mönnunarnefnd í dag. Ég vil því spyrja formann félagsins, hví í ósköpunum er Helgi ekki með á þessum fundum? Þetta er hneisa, að maður sem veit hvað mest um málefni sjómanna skuli ekki vera boðaður á þessa fundi. Til Akureyrar var þó gott að koma, við hjónin gistum í íbúð VM á Furuvöllum, ansi fín íbúð og það besta var að allan laugardaginn gátum við verið á skíðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valgeir Ómar Jónsson
Valgeir Ómar Jónsson

Ég býð mig fram til formanns í félagi okkar VM félagi vélstjóra og málmtækni- manna. Ég læt liggja fyrir á síðunni ferilskrá (sjá hér) svo að menn geti séð hvað á mína daga hefur drifið.

Ég lít á okkar félag fyrst og fremst sem þjónustufélag og verði ég kjörin þá lít ég á mig sem ykkar þjónn. Ég vil að félagarnir geti haft samband við mig með öll sín mál, hvað sem ykkur liggur á hjarta. Ég mun hlusta. Þessi bloggsíða á að veita ykkur pláss til að koma með þær tillögur, hugmyndir og gagnrýni sem á ykkur liggja.

Netfang: omar@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband