21.11.2007 | 11:14
Fundur með pólskum járniðnaðarmönnum
Í gærkveldi þriðjudag, fór ég á félagsfund hjá VM, sem boðaður var fyrir pólska véla- og járniðnaðarmenn. Á fundinn mættu um 80 manns, svo að þörfin var mikil. Það var margt sem brann á þeim. Fór fundurinn fram á pólsku og var félagið með tvo túlka sér til aðstoðar. Það helsta er að þeir eru að fikra sig áfram í íslensku velferðarkerfinu sem þeir eru ekki búnir að átta sig á. Spurningar þeirra spönnuðu alla flóruna: hvernig væri hægt að leigja sumarhús; hvað gerist í vinnuslysum og hugsanlegar skaðabætur, þá fyrir utan örorku; hvernig orlof er greitt og reiknað; hvað geta aðstandendur gert við hugsanlegt dauðfall aðildarfélaga; hvernig virkar skattakerfi, persónuafsláttur, skattakort og lífeyrissjóðsmál. Eins og sést á þessari litlu upptalningu er margt sem vinnuveitandi upplýsir ekki sína starfsmenn um. Eins og segir hér á undan var þetta vel sóttur fundur og heppnaðist hann vel í alla staði og ber að þakka VM fyrir tímabæran fund. Það gerðist þó eitt atvik á fundinum sem vert er að minnast á, inn á fundinn ruddist einn vinnuveitandi og heimtaði að fá sína menn með sér af fundinum, þar sem þeir voru ekki boðaðir á fundinn á löglegan hátt. Það var eins og gamall þrælahaldari væri kominn á staðinn til að hafa hemil á lýðnum. Vinnuveitandinn veittist að starfsmönnum VM með offorsi og skömmum, hans menn væru í öðru félagi og því mættum við ekki tala við þá. Hann var ekki að ósekju hræddur um að VM kæmist í þá samninga sem hann var búinn að gera við sína starfsmenn. Ef þetta eru viðbrögð vinnuveitenda við félagafrelsi sinna starfsmanna, þá er mikil vinna framunda hjá VM.
Tenglar
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Tegnlar á ýmislegt í starfsemi okkar
- Heimasíða VM Samtökin okkar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.