6.11.2007 | 16:34
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala meir um þessar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar, en ég læt slag standa og geri það samt. Hérna er nokkur atriði sem í þessum aðgerðum felast. Það er áætlað að leggja einn milljarð á næstu þremur árum til framkvæmda við endurbætur og viðhalds fasteigna og mannvirkja í eigu ríkisins. Hvað kemur það fiskvinnslufólki og sjómönnum við, ekki nema við eigum að hætta allri fiskvinnslu og fara vinna við þessi mannvirki. Sveitafélögin eiga að fá 750 milljónir vegna aflasamdráttar sem mun leiða til tekjuminnkunar hafna. Þetta atriði er að mínu viti réttlætanlegt. Námsframboð og nám- og starfsþjálfun í framhaldsskólum og símenntunarmiðstöðva á landbyggðinni verður eflt um 100 milljónir árið 2007 og 100 milljónir árið 2008. Þetta er að því góða, nú geta sjómenn og fiskvinnslufólk sótt skóla og um leið hætt öllum afskiptum af sjávarútvegi. Það er kannski þau markmið sem mótvægisaðgerðirnar eiga að ganga út á? Atvinnuleysissjóður fær 15 milljónir í ár og 45 milljónir árið 2008 til að mæta 4% atvinnuleysi sem hlýst af aflaniðurskurði. Gott og vel, þetta getur nýst þeim er missa atvinnuna. Það verður samt hver að meta hvort er betra að hafa vinnu eða hitt? Veitt verður 58 milljónir í Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum. Fyrir þessa peninga á að ráða upplýsingarfulltrúa, túlka og þróunarfulltrúa. Þetta er fínt verkefni, það verður hægt að segja upp útlendingunum á móðurmáli sínu, miklu betra en að segja því upp á okkar ylhýra. Gert er ráð fyrir ráðningu á tveimur starfsmönnum í frumkvöðla- og háskólasetrinu á Hornafirði, með áherslu á starfssemi Vatnajökulsþjóðgarðs, í peningum talið 32. miljónir. Það verður örugglega ekki ráðið í þetta starf fiskvinnslufólk eða sjómaður. Þarna er verið að búa til stöðu fyrir sérfræðing sem ekki kemur sjávarútvegi við á neinn hátt. 200 milljónir á að leggja í atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni, með það að markmiði að auka stuðning við nýsköpun og þróun nýrra atvinnutækifæra. Ég er hlynntur svona aðgerðum, það að efla atvinnu á landsbyggðinni. Það hefur verið vandamál landbyggðarinnar er einhæfi í atvinnumálum. Vonandi tekst þessu félagi að koma með einhverja heilstæðar lausnir í þessum efnum. Gert er ráð fyrir því að þjóðskjalasafn fái á næstu þremur árum 140 miljónir til að hefja grunnskráningu og endurskráningu á lítt eða óskráðum skjalasöfnum og stafræna gerð manntala. Ekki get ég séð hvað gagn fiskvinnslufólk og sjómenn hafa af þessu. En sem verðandi sagnfræðingur lýst mér vel á þetta. Þetta er þó þannig mál að ríkisstjórnin á að hundskast til að gera þetta án þess að skýla sér bak við sjávarútveginn.
Það er gert ráð fyrir endurbætur á vegum, fjarskiptasambandi og raftengja Vestfirði. Það er af hinu góða, en það á ekki að koma mótvægisaðgerðum við. Það jákvæða við þessi atriði er að nýir vegir gerir fólki á landbyggðinni auðveldara að flýja til Reykjavíkur og það getur verið í stöðugu GSM sambandi á meðan.
Tenglar
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Tegnlar á ýmislegt í starfsemi okkar
- Heimasíða VM Samtökin okkar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.