6.11.2007 | 13:29
Vandi sjómanna.
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær 5. nóvember er verið að fjalla um flótta sjómann úr stéttinni. Ástæðan er talin vera markaðverð á sjávarafurðum, gengismál og niðurskurður á aflaheimildum. Allt eru þetta gildar ástæður, þar sem sjómaðurinn er í aflahlutakerfi, hann fær sín laun í sama hlutfalli og útgerðin. Skipum hefur fækkað sl. áratug um 60-70 skip, eigi að síður er vandi að manna flotann vönum sjómönnum. En er það eitthvað fleira sem veldur flótta úr sjómannastéttinni?Það gleymist að í þessari umræðu að tala um atvinnumál í landi. Þar hafa tækifærin stóraukist, störfum fjölgað og laun hækkað mikið bæði fyrir lærða og ólærða starfsmenn. Það togar líka í menn að vilja vera innan um fjölskyldu sína alla daga, ekki aðeins þegar koppurinn er í landi. Þróun í hinum vestræna heimi er sú að það verða alltaf færri og færri sem vinna við frumatvinnugreinarnar, sem fara halloka fyrir þjónustugreinum. Þegar óvanur maður ræðst á sjó, verður hann strax fullgildur háseti. Fer á sömu laun og sá sem er búinn að vera áratug á sjó. Í gamla daga var til hálfdrættingar til sjós, strákar sem voru að hefja feril sinn, en fyrst um sinn voru þeir aðeins á hálfum hlut. Ég efast um að svoleiðis fyrirkomulag myndi bjarga nokkru. Flest skip eru ekki í stakk búinn til að fjölga í áhöfn, það vantar vistarverur og annan aðbúnað. Það er þá spurning hvort ekki eigi að hefja verklega kennslu í sjómennsku. Ekki getum við allir orðið bankamenn.Þessi umræða er kominn í loftið og samtök sjómanna og útgerðar ættu að halda fund til að ræða þessi mál, finna lausnir, ef þær eru til.
Tenglar
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Tegnlar á ýmislegt í starfsemi okkar
- Heimasíða VM Samtökin okkar
Athugasemdir
Sæll gamli skipsfélagi!
Þó við höfum ekki alltaf verið sammála í den, þá er ég alveg sammála þér núna
Grétar Rögnvarsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.