4.10.2007 | 20:11
Æviferilsaðferð
Æviferilsaðferð (life cycle approach) er ný greining á þeim vanda sem hver glímir við á ævinni, svo sem málefni barna, unglinga, fólks á starfsaldri, aldraða og öryrkja. Við hjá félagi eins og VM, glímum við nokkra þætti í þessu ferli, m.a. málefni fólks á starfsaldri og aldraða félaga. Við sem verkalýðsfélag erum skyldug að halda æviferilsafkomu svo að enginn okkar sé eftir bátar annarra í þjóðfélaginu. Við verðum að halda launaþróun okkar áfram á öllum okkar samningsstöðum. Við verðum að ná þeim árangri með rannsóknum og tæknilegum útfærslum á sáttargerðum okkar við samningagerð. Að vera öllum okkar félagsmönnum innanhandar, hvort sem þeir eru sestir í helgan stein eður ei, með félagsstarfi, samkomum og stöðugri upplýsingargjöf.
Vilji félagsmanna VM er oft margbrotin, en við eigum eigi að síður koma fram sem eitt félag. Það var ætlun félagsmanna með sameiningunni að mynda eitt félag, þótt þeir séu kannski ekki sammála öllum málefnum er taka þarf afstöðu til. Menn eru hins vegar fúsir til að beygja sig fyrir ákvörðun meirihlutans, jafnvel þótt þeir séu þeim ósammála. Það er forustunnar að virða þær ákvarðanir sem teknar eru og vinna eftir þeim. Þeir sem veljast til forustu fá þau verkefni að breyta og/eða viðhalda lögum félagsins og stefnu, en það er félagsmannanna að kjósa um þessi verkefni, þess vegna þurfa félagsmenn að vera virkir. Auka þarf aðgengi félagsmanna í þessu ákvarðanaferli eins og hægt er, og mun ég beita mér fyrir því, verði ég kosin.
Tenglar
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Tegnlar á ýmislegt í starfsemi okkar
- Heimasíða VM Samtökin okkar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.