Valgeir Ómar Jónsson
Ég býð mig fram til formanns í félagi okkar VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Ég læt liggja fyrir á síðunni ferilskrá svo að menn geti séð hvað á mína daga hefur drifið. Ég lít á okkar félag fyrst og fremst sem þjónustufélag og verði ég kjörin þá lít ég á mig sem ykkar þjónn. Ég vil að félagarnir geti haft samband við mig með öll sín mál, hvað sem ykkur liggur á hjarta. Ég mun hlusta. Þessi bloggsíða á að veita ykkur pláss til að koma með þær tillögur, hugmyndir og gagnrýni sem á ykkur liggja. Þessi skrif hér að neðan eru til að ýta úr vör umræðum á þessari síðu um hvaða sýn þið viljið sjá og hvert svona félag eigi að stefna. Ef svör frá mér verða stopul, þá er það vegna þess að ég er á sjó. Ég mun reyna fá ykkar athugsemdir sendar til mín á sjóinn eftir aðstæðum og sendi þá svörin eins fljótt og auðið er. Meira mun svo bætast á þessa síðu er fram líður, mínar hugleiðingar og ykkar. - Það þarf að halda áfram með sameiningarferlið. Þeir vankantar eru ennþá í loftinu að menn eru að tala um tvö félög. Því verður að linna. Við erum eitt félag, eigum að líta á okkur sem eina heild, hætta að draga okkur í dilka, öll erum við jöfn sem félagsmenn.
- Félagið er þjónustuaðili fyrir félagsmenn. Ég mun beita mér fyrir því að auka þjónustu á öllum sviðum. Það helsta er; bæta þarf aðgengi félagsmanna til menntunar, símenntunar og endurmenntunar. Auka þarf þjónustu vegna sumarhúsaleigu, tjaldvagna og utanferða (utanferðastyrkir). Að allir félagsmenn séu meðvitaðir um hvaða sjóðir félagsins þeir geti leitað til ef þörf krefur. Til hvers er sjúkrasjóður og hvaða tilgangi nýtist hann félagsmönnum.
- Vinnu verður haldið áfram til stækka og efla félagið með öllum tiltækum ráðum. Hægt er að stækka félagið með sameiningu fleiri járniðnaðarfélaga á landsbyggðinni við VM. Með því að standa vörð um iðn- og vélstjóramenntun. Því fleiri sem útskrifast úr námi, eru líkur á að þeir gerist félagar í VM. Áhuga ungmenna er hægt að auka fyrir náminu á margvíslegan hátt, t.d. með því að launin í þessum geira hækki, með auglýsingum og kynningum á fjölbreytileika starfsins, með margmiðlun og hugsanlega með tæknisafni. Tæknisafni þarf að koma á fót svo ungmenni þessarar þjóðar sjái hvernig tæknin vinnur á sem einfaldastan hátt, þetta ætti að vera liður í kennsluáætlun menntunar á unglingastigum. Svona safni þarf að koma á fót með samvinnu við menntamálayfirvöld ríkis, sveitafélaga og atvinnulífsins. Til að efla félagið þarf að stand vörð um fjárhag félagins, þó ekki svo að félagið eigi að fara safna einhverjum fúlgum í sjóð, heldur á að vera til nægt fé til að sinna þeirri þjónustu sem svona félög eiga að sinna.
- Félagið þarf auðvita að standa vörð um laun og launaþróun í landinu til handa félagsmönnum. Vera vakandi yfir þeim breytingum sem gerast ansi hratt í okkar hraða þjóðfélagi, svo sem hvaða áhrif hið frjálsa flæði vinnuafls sem EES-samningurinn felur í sér. Hvaða menntun hafa járniðnaðarmenn og vélstjórar sem eru að flæða yfir markaðinn. Hvaða áhrif hefur það á launaþróun, hvaða menntun hafa þessi menn og er hún samhljóma menntun félagsmanna.
Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Valgeir Ómar Jónsson
Valgeir Ómar Jónsson
Ég býð mig fram til formanns í félagi okkar VM félagi vélstjóra og málmtækni- manna. Ég læt liggja fyrir á síðunni ferilskrá (sjá hér) svo að menn geti séð hvað á mína daga hefur drifið.
Ég lít á okkar félag fyrst og fremst sem þjónustufélag og verði ég kjörin þá lít ég á mig sem ykkar þjónn. Ég vil að félagarnir geti haft samband við mig með öll sín mál, hvað sem ykkur liggur á hjarta. Ég mun hlusta. Þessi bloggsíða á að veita ykkur pláss til að koma með þær tillögur, hugmyndir og gagnrýni sem á ykkur liggja.
Netfang: omar@centrum.is
Nóv. 2024 |
S |
M |
Þ |
M |
F |
F |
L |
|
|
|
|
|
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
Tenglar
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Tegnlar á ýmislegt í starfsemi okkar